Íslenski boltinn

KR komið í úrslit Reykjavíkurmótsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

KR tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu er liðið skellti Fram, 4-2.

Guðmundur Pétursson kom KR yfir í leiknum. Björgólfur Takefusa skoraði síðan í tvígang og var fyrra markið úr vítaspyrnu sem Guðmundur fiskaði.

Davíð Birgisson kom KR síðan í 4-0 og kláraði leikinn endanlega.

Framarar reyndu að svara fyrir sig og tókst að skora tvö mörk. Fyrst Almarr Ormarsson og síðan Ívar Björnsson.

Andstæðingur KR í úrslitaleiknum verður annað hvort Víkingur eða Fylkir en þau lið mætast síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×