Umfjöllun: FH fór illa með færin á Fylkisvelli Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. júní 2010 23:06 Fréttablaðið/Valli Það var frábær leikur sem Fylkir og FH buðu uppá á Fylkisvellinum í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikar enduðu með 2-2 jafntefli þar sem bæði lið hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk og þremur rauðum spjöldum var veifað. Fylkismenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir með glæsilegu marki frá Alberti Brynjari Ingasyni á 5. mínútu. Ingimundur Níels Óskarsson átti þá skot sem Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki FH en boltinn barst til Alberts Brynjars sem þrumaði boltanum í slána og inn, og kom heimamönnum yfir gegn Íslandsmeisturunum. Óskabyrjun heimamanna. Staðan varð enn vænlegri á 28. mínútu þegar Pape Faye krækti í vítaspyrnu á Pétur Viðarsson varnarmann FH og Albert Brynjar bætti við öðru með öruggri vítaspyrnu. Það var eins og tvö mörk í andlitið væri það sem þyrfti til að vekja FH-inga sem svöruðu fyrir sig í næstu sókn og var þar að verki Atli Viðar Björnsson sem fékk boltann í teignum eftir að Atli Guðnason átti misheppnað skot. Þannig stóðu leikar í hálfleik, 2-1. Seinni hálfleikur var ekki nema tveggja mínútna gamall þegar Einar Pétursson, leikmaður Fylkis fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með það rauða fyrir litlar sakir að margra mati. FH-ingar voru fljótir að nýta sér liðsmuninn því á 53. mínútu bætti Atli Viðar við sínu öðru marki og jafnaði leikinn. Atli Guðnason fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og sendi hnitmiðaða sendingu á Atla Viðar sem gat ekki annað en skorað. Næstu mínúturnar óðu FH-ingar í færum en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, varði hvað eftir annað frábærlega og kom í veg fyrir að Atli Viðar næði að fullkomna þrennuna. Jafnt varð svo í liðum þegar Pétur Viðarsson í liði FH fékk að líta sitt annað gula spjald á 77. mínútu. Tvö umdeild atvik gerðust undir lok leiksins. Fyrst vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar togað var í leikmann Fylkis innan vítateigs, en seinna atvikið þegar FH-ingar vildu fá víti þegar leikmanni FH virtist hrint innan vítateigs. Heimir Guðjónsson var mjög ósáttur og fékk að líta rauða spjaldið, það fyrsta á þjálfaraferlinum. Þrátt fyrir mörg fín færi lauk leiknum með 2-2 jafntefli í frábærum leik. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða því bæði lið fengu svo sannarlega færin til að vinna leikinn. Sóknarmenn FH-inga naga sig vafalaust í handabaukinn fyrir að nýta ekki færin betur en Fjalar Þorgeirsson sýndi einnig frábæra takta í markinu hjá Fylki.Fylkir-FH 1-0 Albert Brynjar Ingason (5.) 2-0 Albert Brynjar Ingason (28. vsp.) 2-1 Atli Viðar Björnsson (29.) 2-2 Atli Viðar Björnsson (53.)Áhorfendur: 1564Dómari: Þóroddur Hjaltalín 5Skot (á mark): 11-13 (4-5)Varin skot: Fjalar 3 – Gunnleifur 2Hornspyrnur: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 4-3Rangstöður: 4-3Fylkir (4-5-1) Fjalar Þorgeirsson 7 Andrés Már Jóhannesson 5 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 4 Þórir Hannesson 5 Tómas Þorsteinsson 5 (46. Kjartan Ágúst Breiðdal 6) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Valur Fannar Gíslason 6 Albert Brynjar Ingason 7 Ingimundur Níels Óskarsson 5 (81. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Pape Faye 5 (60. Jóhann Þórhallsson 5)FH (4-5-1): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 6 (78. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson -) Hafþór Þrastarson 5 Pétur Viðarsson 4 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Atli Viðar Björnsson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 5 (51. Freyr Bjarnason 5) Björn Daníel Sverrisson 5 Atli Guðnason 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Torger Motland 5 (51. Ólafur Páll Snorrason 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Það var frábær leikur sem Fylkir og FH buðu uppá á Fylkisvellinum í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Leikar enduðu með 2-2 jafntefli þar sem bæði lið hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk og þremur rauðum spjöldum var veifað. Fylkismenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir með glæsilegu marki frá Alberti Brynjari Ingasyni á 5. mínútu. Ingimundur Níels Óskarsson átti þá skot sem Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki FH en boltinn barst til Alberts Brynjars sem þrumaði boltanum í slána og inn, og kom heimamönnum yfir gegn Íslandsmeisturunum. Óskabyrjun heimamanna. Staðan varð enn vænlegri á 28. mínútu þegar Pape Faye krækti í vítaspyrnu á Pétur Viðarsson varnarmann FH og Albert Brynjar bætti við öðru með öruggri vítaspyrnu. Það var eins og tvö mörk í andlitið væri það sem þyrfti til að vekja FH-inga sem svöruðu fyrir sig í næstu sókn og var þar að verki Atli Viðar Björnsson sem fékk boltann í teignum eftir að Atli Guðnason átti misheppnað skot. Þannig stóðu leikar í hálfleik, 2-1. Seinni hálfleikur var ekki nema tveggja mínútna gamall þegar Einar Pétursson, leikmaður Fylkis fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með það rauða fyrir litlar sakir að margra mati. FH-ingar voru fljótir að nýta sér liðsmuninn því á 53. mínútu bætti Atli Viðar við sínu öðru marki og jafnaði leikinn. Atli Guðnason fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og sendi hnitmiðaða sendingu á Atla Viðar sem gat ekki annað en skorað. Næstu mínúturnar óðu FH-ingar í færum en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, varði hvað eftir annað frábærlega og kom í veg fyrir að Atli Viðar næði að fullkomna þrennuna. Jafnt varð svo í liðum þegar Pétur Viðarsson í liði FH fékk að líta sitt annað gula spjald á 77. mínútu. Tvö umdeild atvik gerðust undir lok leiksins. Fyrst vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar togað var í leikmann Fylkis innan vítateigs, en seinna atvikið þegar FH-ingar vildu fá víti þegar leikmanni FH virtist hrint innan vítateigs. Heimir Guðjónsson var mjög ósáttur og fékk að líta rauða spjaldið, það fyrsta á þjálfaraferlinum. Þrátt fyrir mörg fín færi lauk leiknum með 2-2 jafntefli í frábærum leik. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða því bæði lið fengu svo sannarlega færin til að vinna leikinn. Sóknarmenn FH-inga naga sig vafalaust í handabaukinn fyrir að nýta ekki færin betur en Fjalar Þorgeirsson sýndi einnig frábæra takta í markinu hjá Fylki.Fylkir-FH 1-0 Albert Brynjar Ingason (5.) 2-0 Albert Brynjar Ingason (28. vsp.) 2-1 Atli Viðar Björnsson (29.) 2-2 Atli Viðar Björnsson (53.)Áhorfendur: 1564Dómari: Þóroddur Hjaltalín 5Skot (á mark): 11-13 (4-5)Varin skot: Fjalar 3 – Gunnleifur 2Hornspyrnur: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 4-3Rangstöður: 4-3Fylkir (4-5-1) Fjalar Þorgeirsson 7 Andrés Már Jóhannesson 5 Kristján Valdimarsson 6 Einar Pétursson 4 Þórir Hannesson 5 Tómas Þorsteinsson 5 (46. Kjartan Ágúst Breiðdal 6) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Valur Fannar Gíslason 6 Albert Brynjar Ingason 7 Ingimundur Níels Óskarsson 5 (81. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Pape Faye 5 (60. Jóhann Þórhallsson 5)FH (4-5-1): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 6 Guðmundur Sævarsson 6 (78. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson -) Hafþór Þrastarson 5 Pétur Viðarsson 4 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Atli Viðar Björnsson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 5 (51. Freyr Bjarnason 5) Björn Daníel Sverrisson 5 Atli Guðnason 7 Matthías Vilhjálmsson 6 Torger Motland 5 (51. Ólafur Páll Snorrason 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira