Framkvæmdastjórn ESB mælir með viðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2010 12:07 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því við leiðtoga sambandins að hafnar verði viðræður við Íslendinga um aðild að sambandinu. Íslendingar uppfylli öll helstu skilyrði aðildar en verði að breyta löggjöf sinni varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Hluti efnahagsvanda Íslendinga nú, sé að bankarnir hafi verið einkavinavæddir á sínum tíma. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti leiðtogum sambandsins í morgun að Íslendingar uppfylltu öll helstu skilyrði þess fyrir aðildarviðræðum. Landið væri hluti af Evrópska efnahagssvæðinu sem næði yfir meirihluta regluverks sambandsins. Miðað við aðildarríki sambandsins hefði Íslendingum gengið vel að innleiða regluverk Evrópusambandsins. Í ítarlegri skýrslu til leiðtoganna er meðal annars fjallað um einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Þar er sagt hvernig til stóð að tryggja breitt eignarhald á bönkunum, sem síðar hefði verið fallið frá og einkavinavæðing náð yfirhöndinni. Með pólitískum ákvörðunum hafi bönkunum verið komið í hendur viðskiptasamsteypa sem af lítilli reynslu hafi þanið út bankakerfið. Núverandi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nýskipuð og eru meðmælin með aðildarviðræðum við Íslands ein af hennar fyrstu verkum, en nýr stækkunarstjóri er Stephane Fule frá Tékklandi. Búist er við að leiðtogafundur sambandsins dagana 25. til 26. mars samþykki tillögu framkvæmdastjórnarinnar. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið nær yfir meirihluta regluverks sambandsins. Framvæmdastjórnin segir Íslendinga verða að gera átak í að samræma löggjöf landsins og sambandsins og eða innleiða tilskipanir varðandi sjávarútveg, landbúnað, þróun landsbyggðarinnar, umhverfismál, frjálst flæði fjármagns og fjármálaþjónustu. Þá verði að samræma reglur í tollamálum, skattheimtu, hagtölum, matvælaöryggi sem og stefnuna í plöntu og grænmetismálum ásamt fleiru. Einnig þurfi að auka sjálfstæði dómstóla í landinu og styrkja ferlið við skipan dómara með það fyrir augum að koma í veg fyrir klíkuskap. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því við leiðtoga sambandins að hafnar verði viðræður við Íslendinga um aðild að sambandinu. Íslendingar uppfylli öll helstu skilyrði aðildar en verði að breyta löggjöf sinni varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Hluti efnahagsvanda Íslendinga nú, sé að bankarnir hafi verið einkavinavæddir á sínum tíma. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti leiðtogum sambandsins í morgun að Íslendingar uppfylltu öll helstu skilyrði þess fyrir aðildarviðræðum. Landið væri hluti af Evrópska efnahagssvæðinu sem næði yfir meirihluta regluverks sambandsins. Miðað við aðildarríki sambandsins hefði Íslendingum gengið vel að innleiða regluverk Evrópusambandsins. Í ítarlegri skýrslu til leiðtoganna er meðal annars fjallað um einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Þar er sagt hvernig til stóð að tryggja breitt eignarhald á bönkunum, sem síðar hefði verið fallið frá og einkavinavæðing náð yfirhöndinni. Með pólitískum ákvörðunum hafi bönkunum verið komið í hendur viðskiptasamsteypa sem af lítilli reynslu hafi þanið út bankakerfið. Núverandi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nýskipuð og eru meðmælin með aðildarviðræðum við Íslands ein af hennar fyrstu verkum, en nýr stækkunarstjóri er Stephane Fule frá Tékklandi. Búist er við að leiðtogafundur sambandsins dagana 25. til 26. mars samþykki tillögu framkvæmdastjórnarinnar. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið nær yfir meirihluta regluverks sambandsins. Framvæmdastjórnin segir Íslendinga verða að gera átak í að samræma löggjöf landsins og sambandsins og eða innleiða tilskipanir varðandi sjávarútveg, landbúnað, þróun landsbyggðarinnar, umhverfismál, frjálst flæði fjármagns og fjármálaþjónustu. Þá verði að samræma reglur í tollamálum, skattheimtu, hagtölum, matvælaöryggi sem og stefnuna í plöntu og grænmetismálum ásamt fleiru. Einnig þurfi að auka sjálfstæði dómstóla í landinu og styrkja ferlið við skipan dómara með það fyrir augum að koma í veg fyrir klíkuskap.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira