Enski boltinn

Capello ætlar að kalla á leikmenn úr U-21 landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins.
Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins. Nordic Photos / AFP

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að einhverjir leikmenn úr U-21 landsliði Englands fái tækifæri með A-liðinu er það mætir Frökkum í vinnáttulandsleik í næsta mánuði.

U-21 landsliðið komst í vikunni í úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku á næsta ári, rétt eins og íslenska liðið.

A-liðið byrjaði vel í undankeppni EM 2012 en tapaði sínum fyrstu stigum gegn Svartfjallalandi á þriðjudagskvöldið er liðin skildu jöfn í markalausu jafntefli á Wembley-leikvaningum.

„Já, einn eða tveir af þessum leikmönnum munu spila gegn Frakklandi," sagði Capello við enska fjölmiðla. „Það þarf að að hugsa vel um leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. Við getum notað fleiri varamenn gegn Frakklandi og það getur gefið leikmönnum dýrmætar mínútur inn á vellinum."

Taliðö er líklegt að þeir Jack Wilshere og Kiran Gibbs hjá Arsenal fái tækifæri með A-liðinu fljótlega. Micah Richards einnig en hann hefur aldrei verið valinn í A-liðið af Capello.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×