Enski boltinn

Gazza handtekinn með fíkniefni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Blessaður Paul Gascoigne getur ekki hætt að misstíga sig í einkalífinu og hann var enn eina ferðina handtekinn í nótt.

Að þessu sinni var hann tekinn með fíkniefni en hann var í tvígang handtekinn fyrir að keyra fullur.

Aðeins eru nokkrir dagar síðan dómari hótaði honum fangelsisvist og nýjasta uppákoman mun líklega tryggja það að kappinn fari í steininn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×