Fótbolti

Torres fagnaði með Liverpool-trefil um hálsinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Torres með trefilinn og bikarinn.
Torres með trefilinn og bikarinn. Netið.
Fernando Torres fagnaði heimsmeistaratitilinum í gærkvöldi með Liverpool-trefil um hálsinn. Gladdi þetta stuðningsmenn félagsins en Torres hefur verið orðaður við sölu frá Liverpool. Þykir þetta merki um ást hans á félaginu og að hann hafi kannski engan áhuga á því að fara. Eðlilega vill hann ræða við nýja stjórann og stjórnina um framtíðina eftir HM en hann hefur aldrei sagt að hann sé að skoða stöðu sína hjá félaginu eða að hann vilji fara. Chelsea hefur hvað mestan áhuga á Torres sem Liverpool verðleggur á tugmilljónir punda, líklega um 70 milljónir. Þó hafa tölur upp í 100 milljónir punda heyrst. Myndina má sjá í fréttinni en óvíst er hver tók hana. Vísis fékk hana lánaða af Netinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×