Fótbolti

Dirk Kuyt og Daniel Agger meiddust báðir í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt
Dirk Kuyt Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar Dirk Kuyt og Daniel Agger meiddust báðir í landsleikjum. Kuyt meiddist að því virtist ill á ökkla og var fluttur á sjúkrahús en Agger sem að stíga upp úr nárameiðslum entist bara í 39 mínútur í sigri Dana á Kýpur.

Bert van Marwijk, þjálfari Hollendinga, óttaðist eftir 4-1 sigur Hollendinga á Svíum í gær að meiðsli Dirk Kuyt væru nokkuð alvarlega en hann lenti illa eftir skallaeinvígi við Svíann Daniel Majstorovic.

„Dirk vildi halda áfram að spila en læknirinn kom í veg fyrir það og sagði mér að skipta honum útaf," sagði Bert van Marwijk.

Dirk Kuyt meiddist líka í síðasta landsleikjahléi en þá á öxlinni eftir að hafa dottið illa á æfingu.

Það má búast við því að hvorki Dirk Kuyt né Daniel Agger verði með Liverpool-liðinu á móti Everton um næstu helgi en Liverpool er í fallsæti með aðeins sex stig út úr fyrstu sjö leikjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×