Enski boltinn

Balotelli þarf að fara í hnéaðgerð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli með Manchester City treyjuna sína.
Mario Balotelli með Manchester City treyjuna sína. Mynd/AP
Mario Balotelli, framherji enska liðsins Manchester City, þarf að fara í hnéaðgerð og verður frá keppni næstu sex vikurnar.

Balotelli, sem er aðeins 20 ára gamall, reif liðþófa í sínum fyrsta leik með Manchester City eftir að liðið hafði keypt hann frá Internazionale fyrir 22,5 milljónir ounda aðeins sex dögum áður.

Balotelli skoraði sigurmark City í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður en haltraði síðan útaf í uppbótartíma.

Balotelli var sendur til Mílanó á ítalíu í meðferð á meiðslum sínum en hann mun missa af deildarleikjum liðsins á móti Arsenal og Chelsea sem og Evrópuleik við Juventus.

Mario Balotelli hefur því ekki byrjað vel í enska boltanum því auk þess að meiðast í fyrsta leik þá er hann líka búinn að klessukeyra einn Audi A8.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×