Enski boltinn

Liverpool sagt áhugasamt um Shaun Wright-Phillips

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er sagður vera að undirbúa fimm milljóna punda tilboð í Shaun Wright-Phillips, leikmann Manchester City. Þetta kom fram í enskum fjölmiðlum í dag.

Samningur Wright-Phillips við City rennur út í sumar og munu viðræður um nýjan samning ganga hægt. Hann er 29 ára gamall og gæti farið fyrir lítið þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wright-Phillips er orðaður við Liverpool en félagið reyndi einnig að kaupa hann árið 2005. Þá var Rafa Benitez við stjórnvölinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×