Enski boltinn

Rooney: Ég hef ekki misst af æfingu í tvo mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney í leiknum í gær.
Wayne Rooney í leiknum í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wayne Rooney sagðist vera í fínu formi eftir að hafa leikið í 90 mínútur í markalausu jafntefli enska landsliðsins á móti Svartfjallalandi í gær. Rooney hefur ekki verið með í síðustu tveimur leikjum United en hann segist sjálfur ekki hafa misst af æfingu í tvo mánuði.

Wayne Rooney fór illa með nokkur færi í leiknum og þótti ekki standa sig næginlega vel í leiknum að mati enska fjölmiðla en lítið hefur gengið hjá enska landsliðsframherjanum síðan að komst upp um um framhjáhald hans með vændiskonu í síðasta mánuði.

„Það er í lagi með mig og mér leið vel í kvöld," sagði Wayne Rooney við Sky Sports News. „Ég fékk nokkur færi og hefði átti að gera betur í því fyrsta. Markvörðurinn varði hinsvegarvel frá mér í hinu færinu," sagði Rooney en Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur hvílt Rooney í síðustu tveimur leikjum og sagði skoski stjórinn ástæðuna vera meiðsli á ökkla.

„Ég hef ekki misst af æfingu í tvo mánuði og það er ekkert að mínu formi," sagði Rooney eftir leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×