Enski boltinn

Vieira ekki í bann í úrvalsdeildinni

Elvar Geir Magnússon skrifar

Talsmaður enska knattspyrnusambandsins segir að Patrick Vieira, miðjumaður Manchester City, þurfi ekki að taka út leikbann í ensku úrvalsdeildinni vegna rauða spjaldsins sem hann hlaut gegn Inter.

Vieira fékk brottvísun fyrir meint olnbogaskot í æfingaleik um helgina og var talið að hann gæti misst af upphafi úrvalsdeildarinnar vegna brotsins. Endursýningar sýndu að dómurinn var mjög strangur.

Talsmaðurinn segir að það eigi aðeins við í sérstökum undantekningartilfellum að leikbönn eftir æfingaleiki séu tekin út í mótsleikjum. Venjan sé að leikmenn taki út leikbönn sem þessi í næsta æfingaleik nema brotið sé sérlega slæmt. Það eigi ekki við um þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×