Enski boltinn

Tveir Frakkar, einn Tékki og Manchester United-maður til Blackpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ian Holloway, stjóri Blackpool,  fagnar hér árangri liðsins á síðasta tímabili.
Ian Holloway, stjóri Blackpool, fagnar hér árangri liðsins á síðasta tímabili. Mynd/AP.
Nýliðar Blackpool bættu í dag fjórum leikmönnum við leikmannahópinn sinn fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Blackpool er í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni og í fyrsta sinn í efstu deild síðan 1971. Leikmennirnir eru Craig Cathcart, Ludovic Sylvestre, Elliot Grandin og

Malaury Martin.

Craig Cathcart er 21 árs varnarmaður sem kemur frá Manchester United fyrir óuppgefna upphæð. Hann hefur gert þriggja ára samning við Blackpool.

Ludovic Sylvestre er 26 ára tékkneskur miðjumaður sem kemur frá Mlada Boleslav og gerði tveggja ára samning með möguleika á framlengingu eða alveg eins samning og Elliot Grandin sem er 21 árs franskur kantmaður sem kemur búlgarska liðinu CSKA Sofia.

Fjórði leikmaðurinn er síðan Malaury Martin, 21 árs fyrrum unglingalandsliðsmaður Frakka, sem kemur til Blackpool á frjálsri sölu frá Mónakó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×