Enski boltinn

Ancelotti vill fylgja í fótspor Ferguson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Einhverra hluta vegna hafa fjölmiðlar gaman af því þessa dagana að orða Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, við landslið. Hann þurfti að sverja af sér áhuga á ítalska landsliðinu um daginn og nú er verið að spyrja hann út í enska landsliðið.

Ancelotti viðurkennir að hann myndi íhuga það alvarlega að þjálfa enska landsliðið ef slíkt tilboð kæmi. Sem stendur er hann þó ekki að hugsa um annað en að vera lengi hjá Chelsea.

"Ég myndi alveg skoða að þjálfa enska landsliðið. Markmið mitt núna er samt að vera jafn lengi hjá Chelsea og Ferguson hefur verið hjá Man. Utd. Eftir þann tíma væri ég til í að skoða landslið," sagði Ancelotti.

"Ég er ekkert að grínast. Eftir 24 ár verð ég 75 ára gamall og það er ómögulegt að segja hvort ég hafi burði til þess að stýra landsliði á þeim aldri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×