Enski boltinn

Van der Vaart vildi ekki fara til Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael van der Vaart.
Rafael van der Vaart. Mynd/AFP
Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart valdi það frekar að fara til Tottenham en að spila með Liverpool. Þetta kemur fram á Skysports í morgun. Van der Vaart samdi við Tottenham rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði á þriðjudaginn.

„Liverpool hafði áhuga á að fá mig en Bayern Munchen hafði engan áhuga á mér," sagði Rafael van der Vaart við Sky Sports.

„Þegar upp var staðið þá snérist þetta um að hafa réttu tilfinninguna. Ég hafði góða tilfinningu fyrir stjóranum og er mjög ánægður með að vera fara til Spurs," sagði Van der Vaart.

„Ég ætla að gera mitt besta, vonandi fæ ég að spila fullt af leikjum og get hjálpað liðinu. Ég set stefnuna á það að skora fullt af mörkum og skemmta mér konunglega," sagði Van der Vaart.

Hann segir félaga sína í landsliðinu hafi haft mikil áhrif á sig. „Þeir voru alltaf að segja við mig. Þú verður að koma til Englands. Nú er það orðið raunin og ég get ekki beðið eftir því að spila á móti Dirk (Kuyt), Nigel (De Jong) og (John) Heitinga," sagði Van der Vaart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×