Enski boltinn

Chelsea vann aftur 6-0

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Leikmenn Chelsea fagna Benayoun.
Leikmenn Chelsea fagna Benayoun. GettyImages
Chelsea rótburstaði Wigan 6-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þrátt fyrir það spilaði liðið illa á löngum köflum.

Wigan byrjaði miklu betur en tókst ekki að skora.

Chelsea hefur nú skorað tólf mörk í tveimur leikjum. Florent Malouda skoraði fyrsta markið og staðan í hálfleik var 0-1 en fram að markinu var Wigan miklu betra.

Nicolas Anelka skoraði svo tvö mörk og Salomon Kalou einnig tvö. Nýji maðurinn Yossi Benayoun kláraði svo dæmið eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

"Leikurinn var opinn í fyrri hálfleik og í þeim seinni reyndu þeir að koma til baka. Þá opnaðist allt fyrir okkur og við sýndum góð tilþrif í skyndisóknunum," sagði Carlo Ancelotti eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×