Enski boltinn

Fyrrum kærasta segir Carroll hafa lamið sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carroll er ekki í góðum málum.
Carroll er ekki í góðum málum.

Andy Carroll, framherji Newcastle, er laus úr fangelsi. Í bili að minnsta kosti. Hann hefur verið kærður fyrir líkamsárás og mun þurfa að svara til saka þann 10. janúar næstkomandi.

Það er fyrrum kærasta Carroll, Laurie Henderson, sem lagði fram kæruna en hún heldur því fram að Carroll hafi gengið í skrokk á sér. Carroll neitar ásökununum.

Carroll er á reynslulausn en mun þurfa að búa heima hjá Kevin Nolan, fyrirliða Newcastle, þar til kemur að réttarhöldunum.

Hann verður reyndar einnig á ferðinni í réttarsal í næstu vika vegna máls sem kom upp á síðasta ári. Þá á Carroll að hafa lamið frá sér á næturklúbbi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×