„Kærðu mig líka, Ásta“ 12. maí 2010 10:59 Mörður segir að ákæran sé pólitísk og augljóslega ætlað að vara almenning við mótmælum í framtíðinni. „Kærðu mig líka, Ásta,“ segir varaþingmaðurinn. „Ég hef skrifað undir áskorunina sem nú er á leiðinni til yfirvalda vegna máls nímenninganna. Kærðu mig líka, Ásta!" segir Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann gagnrýnir að ákæra hafi verið gefin út í máli mótmælenda sem ruddust inn í Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Ákæran eigi ekkert skylt við öryggi. Hún sé pólitísk og augljóslega ætlað að vara almenning við mótmælum í framtíðinni. Mál níu mótmælenda sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í desember 2008 verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir eiga yfir höfði sér að minnsta kosti eins árs fangelsi verði þeir fundnir sekir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis og flokkssystir Marðar, segir í svari við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, sem lagt var fram á Alþingi í gær að það hafi verið skrifstofustjóri Alþingis sem óskaði eftir lögreglurannsókn í málinu og þar hafi forseti Alþingis hvergi komi að. Á skrifstofustjóranum hvíli sjálfstæð skylda til að standa vörð um öryggi starfsmanna Alþingis sem og alþingismanna.Óþolandi að Samfylkingin taki þátt í leiknum Mörður er ósáttur við svör Ástu Ragnheiðar og fjallar um málið í pistli Eyjunni. „Strax og forseti alþingis heyrði af þessari beiðni - hafi hún ekki beinlínis verið borin undir hann - átti forsetinn að láta saksóknara vita um eigin afstöðu til málsins. Úr því það var ekki gert er eðlilegt að svo sé litið á að forseti alþingis sé sammála skrifstofustjóranum og saksóknaranum - og beri beina pólitíska ábyrgð á því að málaferlunum getur lokið með löngum fangelsisdómum yfir nímenningunum vegna árásar á alþingi. Í fyrsta sinn síðan 1949." Varaþingmaðurinn segir að það sé óþolandi að Samfylkingin taki þátt í þessum leik. „Og þyngra en tárum taki fyrir okkur félaga og samstarfsmenn Ástu Ragnheiðar að sjá hana gengna í þessi björg," segir Mörður í pistlinum sem hægt er að lesa hér. Tengdar fréttir Vilja leiga rými fyrir þinghaldið Þingmenn Hreyfingarinnar hafa ritað Héraðsdómi Reykjavíkur opið bréf og óskað eftir því mál níu mótmælenda sem sóttir eru til saka fyrir að fara inn í Alþinghúsið í Búsáhaldabyltingunni í byrjun síðasta árs verði tekið fyrir í stærra rými. Þeir bjóðast til að leigja stærra rými fyrir réttarhöldin. 7. maí 2010 18:02 Lögreglan fjarlægði fólk úr dómssal með valdi Til átaka kom í dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan ellefu í morgun þegar lögregla fjarlægði tvo einstaklinga sem voru að fylgjast með fyrirtöku i máli níu mótmælenda sem sóttir eru til saka fyrir að fara inn í alþinghúsið í Búsáhaldabyltingunni í byrjun síðasta árs. 30. apríl 2010 11:52 Hef á tilfinningunni að ég verði sakfelld Mál níu mótmælenda sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í desember 2008 verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir eiga yfir höfði sér að minnsta kosti eins árs fangelsi verði þeir fundnir sekir. 12. maí 2010 08:00 „Mótmælendur skirrðust ekki við að beita líkamlegu valdi“ Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, á Alþingi í dag um aðkomu Alþingis að málarekstri gegn nímenningum sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn á Alþingi. 11. maí 2010 15:32 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Ég hef skrifað undir áskorunina sem nú er á leiðinni til yfirvalda vegna máls nímenninganna. Kærðu mig líka, Ásta!" segir Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann gagnrýnir að ákæra hafi verið gefin út í máli mótmælenda sem ruddust inn í Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Ákæran eigi ekkert skylt við öryggi. Hún sé pólitísk og augljóslega ætlað að vara almenning við mótmælum í framtíðinni. Mál níu mótmælenda sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í desember 2008 verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir eiga yfir höfði sér að minnsta kosti eins árs fangelsi verði þeir fundnir sekir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis og flokkssystir Marðar, segir í svari við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, sem lagt var fram á Alþingi í gær að það hafi verið skrifstofustjóri Alþingis sem óskaði eftir lögreglurannsókn í málinu og þar hafi forseti Alþingis hvergi komi að. Á skrifstofustjóranum hvíli sjálfstæð skylda til að standa vörð um öryggi starfsmanna Alþingis sem og alþingismanna.Óþolandi að Samfylkingin taki þátt í leiknum Mörður er ósáttur við svör Ástu Ragnheiðar og fjallar um málið í pistli Eyjunni. „Strax og forseti alþingis heyrði af þessari beiðni - hafi hún ekki beinlínis verið borin undir hann - átti forsetinn að láta saksóknara vita um eigin afstöðu til málsins. Úr því það var ekki gert er eðlilegt að svo sé litið á að forseti alþingis sé sammála skrifstofustjóranum og saksóknaranum - og beri beina pólitíska ábyrgð á því að málaferlunum getur lokið með löngum fangelsisdómum yfir nímenningunum vegna árásar á alþingi. Í fyrsta sinn síðan 1949." Varaþingmaðurinn segir að það sé óþolandi að Samfylkingin taki þátt í þessum leik. „Og þyngra en tárum taki fyrir okkur félaga og samstarfsmenn Ástu Ragnheiðar að sjá hana gengna í þessi björg," segir Mörður í pistlinum sem hægt er að lesa hér.
Tengdar fréttir Vilja leiga rými fyrir þinghaldið Þingmenn Hreyfingarinnar hafa ritað Héraðsdómi Reykjavíkur opið bréf og óskað eftir því mál níu mótmælenda sem sóttir eru til saka fyrir að fara inn í Alþinghúsið í Búsáhaldabyltingunni í byrjun síðasta árs verði tekið fyrir í stærra rými. Þeir bjóðast til að leigja stærra rými fyrir réttarhöldin. 7. maí 2010 18:02 Lögreglan fjarlægði fólk úr dómssal með valdi Til átaka kom í dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan ellefu í morgun þegar lögregla fjarlægði tvo einstaklinga sem voru að fylgjast með fyrirtöku i máli níu mótmælenda sem sóttir eru til saka fyrir að fara inn í alþinghúsið í Búsáhaldabyltingunni í byrjun síðasta árs. 30. apríl 2010 11:52 Hef á tilfinningunni að ég verði sakfelld Mál níu mótmælenda sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í desember 2008 verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir eiga yfir höfði sér að minnsta kosti eins árs fangelsi verði þeir fundnir sekir. 12. maí 2010 08:00 „Mótmælendur skirrðust ekki við að beita líkamlegu valdi“ Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, á Alþingi í dag um aðkomu Alþingis að málarekstri gegn nímenningum sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn á Alþingi. 11. maí 2010 15:32 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Vilja leiga rými fyrir þinghaldið Þingmenn Hreyfingarinnar hafa ritað Héraðsdómi Reykjavíkur opið bréf og óskað eftir því mál níu mótmælenda sem sóttir eru til saka fyrir að fara inn í Alþinghúsið í Búsáhaldabyltingunni í byrjun síðasta árs verði tekið fyrir í stærra rými. Þeir bjóðast til að leigja stærra rými fyrir réttarhöldin. 7. maí 2010 18:02
Lögreglan fjarlægði fólk úr dómssal með valdi Til átaka kom í dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan ellefu í morgun þegar lögregla fjarlægði tvo einstaklinga sem voru að fylgjast með fyrirtöku i máli níu mótmælenda sem sóttir eru til saka fyrir að fara inn í alþinghúsið í Búsáhaldabyltingunni í byrjun síðasta árs. 30. apríl 2010 11:52
Hef á tilfinningunni að ég verði sakfelld Mál níu mótmælenda sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í desember 2008 verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir eiga yfir höfði sér að minnsta kosti eins árs fangelsi verði þeir fundnir sekir. 12. maí 2010 08:00
„Mótmælendur skirrðust ekki við að beita líkamlegu valdi“ Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, á Alþingi í dag um aðkomu Alþingis að málarekstri gegn nímenningum sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn á Alþingi. 11. maí 2010 15:32