Enski boltinn

Stjóri West Bromwich enn á eftir David Ngog

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Ngog.
David Ngog. Mynd/AP
Roberto Di Matteo, stjóri West Bromwich Albion, er enn ekki búinn að gefa upp vonina um að fá David Ngog, framherja Liverpool, til félagsins þrátt fyrir að Ngog hafi stimplað sig inn í Liverpool-liðið með þremur mörkum í tveimur leikjum liðsins á móti Rabotnicki í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Roberto Di Matteo er að reyna að styrkja lið sitt fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni en hann kom West Bromwich Albion aftur upp í deildina eftir ársveru í b-deildinni.

„Ngog er leikmaður sem hefur verið orðaður við okkur og við erum enn að reyna að vinna í því að fá hann. Við erum að reyna allt okkar og málið er ekki úr sögunni," sagði Roberto Di Matteo.

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur gefið það út að hann ætli ekki að láta David Ngog fara frá félaginu og Frakkinn er líka enn mikilvægari fyrir Liverpool á meðan Fernando Torres er ekki orðinn góður af meiðslum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×