Enski boltinn

Portsmouth vill halda Grant - Næsti stjóri West Ham?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Avram Grant hress og kátur.
Avram Grant hress og kátur.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að enskt úrvalsdeildarlið vilji fá Avram Grant við stjórnvölinn fyrir næsta tímabil.

Talið er að um sé að ræða West Ham sem er nú fjórum stigum frá fallsæti. Líklegt er talið að Gianfranco Zola láti af störfum eftir tímabilið og er hinn ísraelski Grant víst efstur á lista yfir arftaka hans.

Einnig hefur hann verið orðaður við skoska liðið Glasgow Celtic.

Grant hefur náð þeim frábæra árangri að koma Portsmouth í úrslitaleik enska bikarsins. Hann er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna og vill félagið að hann stýri því í ensku 1. deildinni næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×