Enski boltinn

Frábært stig hjá Bolton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jussi slær hér Johnson utan undir.
Jussi slær hér Johnson utan undir.

Bolton nældi sér í verulega gott stig í dag þegar Birmingham kom í heimsókn. Bolton kom til baka í leiknum eftir að hafa lent manni færri og tveim mörkum undir.

Roger Johnson kom Birmingham yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik er hann skoraði af stuttu færi.

Á 36. mínútu varð ákveðinn vendipunktur í leiknum. Þá ákvað markvörður Bolton, Jussi Jaaskelainen, að taka upp á því að slá Johnson utan undir. Hann fékk að sjálfsögðu að líta rauða spjaldið fyrir það.

Birmingham nýtti sér líðsmuninn og á 50. mínútu kom Craig Gardner gestunum í 0-2.

Þrátt fyrir vonlausa stöðu gáfust leikmenn Bolton ekki upp. Kevin Davies minnkaði muninn úr ódýru víti sem hann fiskaði sjálfur á 71. mínútu.

Aðeins tíu mínútum síðar náði Robbie Blake að jafna leikinn fyrir Bolton og þar við sat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×