Fótbolti

Kasabian ætlar að spila í sigurteiti Spánverja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fernando Torres, framherji Spánar, hefur verið duglegur að auglýsa hversu stóran þátt breska hljómsveitin Kasabian hafi spilað í herbúðum spænska liðsins á HM. Liðið hefur hlustað á tónlist sveitarinnar fyrir leiki inn í klefa og komið sér í rétta gírinn með tónum frá sveitinni.

Torres hefur meðal annars þakkað hljómsveitinni fyrir innblásturinn og ætlar að gefa sveitinni áritaða landsliðstreyju.

Hljómsveitin var með tónleika í gær er úrslitaleikurinn fór fram. Þeir rétt náðu að sjá fyrstu mínútur leiksins.

Þeir voru síðan himinlifandi er þeir heyrðu úrslitin og sögðu blaðamanni The Sun að þeir ætluðu sér í spila í sigurteiti liðsins i Madrid.

". Við förum til Madrid og spilum fyrir þá. Mér finnst það algjörlega stórkostlegt að Torres sé svona hrifinn af okkur," sagði söngvari sveitarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×