Erlent

Tugir létust í eldsvoða á Indlandi

Margir slösuðust þegar þeir fleygðu sér út um glugga byggingarinnar.
Margir slösuðust þegar þeir fleygðu sér út um glugga byggingarinnar. MYND/AP
Að minnsta kosti 24 eru látnir í miklum eldsvoða sem braust út í indversku borginni Kalkútta síðdegis í gær. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í nótt og eru slökkviliðsmenn nú að leita í rústum byggingarinnar sem brann sem var á sex hæðum. Tugir slösuðust í eldsvoðanum, margir þegar þeir stukku út um glugga á efri hæðum hússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×