Enski boltinn

Fabregas: Ánægður með varnarleikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að mark hans gegn Everton í dag hafi komið á hárréttum tíma. Arsenal vann leikinn, 2-1.

"Það var mjög mikilvægt að komast í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks. Við vissum að þeir myndu síðan pressa okkur og við urðum svolítið stressaðir," sagði Fabregas.

"Annars var þetta fínn leikur hjá okkur. Varnarleikurinn var þéttur hjá okkur og það var nánast óþarfi að fá þetta mark á okkur í lokin. Við stýrðum leiknum, vissum að þeir myndu beita löngnum sendingum og gekk vel að ráða við þessar sendingar."

Arsenal er nú komið í annað sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×