Enski boltinn

Rooney segist ekki vera á förum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er mikið slúðrað um það þessa dagana að Wayne Rooney gæti verið á förum frá Man. Utd. Það er ekki síst slæm fjárhagsstaða félagsins sem hefur kveikt í slúðursögunum.

Rooney finnst nóg komið í bili og fannst nauðsynlegt að ræða við fjölmiðla til þess að róa öldurnar.

„Það verða alltaf einhverjir orðrómar og auðvitað er alltaf gaman þegar önnur stór lið segjast hafa áhuga á manni. Ég hef aftur á móti margoft sagt, og get sagt það enn, að ég er leikmaður Man. Utd og afar hamingjusamur með að vera leikmaður félagsins," sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×