Enski boltinn

Hogdson gáttaður á Capello

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson segist vera gáttaður á þeirri ákvörðun Fabio Capello landsliðsþjálfar Englands að taka fyrirliðabandið af Steven Gerrard.

Rio Ferdinand fékk fyrirliðabandið á nýjan leik eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla í nokkurn tíma þegar að England gerði markalaust jafntefli við Svartfjallaland í vikunni.

Gerrard var fyrirliði Englands á HM í sumar og í fyrstu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2012 í síðasta mánuði.

„Það kom mér mjög á óvart að fyrirliðabandið var tekið af honum," sagði Hodgson við enska fjölmiðla. „Ég verð að vera heiðarlegur og segja að ég skil ekki þá ákvörðun."

„Rio Ferdinand er frábær leikmaður en hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Sá sem var fyrirliði í hans fjarveru stóð sig frábærlega og á skilið að halda þeirri stöðu."

„Ég hef ekki rætt við Steven um þetta en ég vona bara að hann hafi ekki orðið fyrir of miklum vonbrigðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×