Erlent

Vilja selja Sádi-Arabíu vopn fyrir 60 milljarða dollara

Vopnin verða af öllum toga.
Vopnin verða af öllum toga.

Bandaríkjamenn hyggjast selja Sádi-Arabíu gríðarlegt magn vopna fyrir andvirði 60 milljarða dollara. Þar af leiðandi verða viðskiptin stærstu einstöku vopnaviðskipti Bandaríkjanna samkvæmt frétt um málið á heimasíðu BBC.

Þar kemur fram að helstu vopnin sem Sádi-Arabía hafa hug á að kaupa eru herþyrlu og þotur.

Samningur um vopnaviðskiptin hefur verið sendur til samþykkis á bandaríska þinginu. Þar er ekki búist við mikilli andstöðu en vopnaviðskiptin munu tryggja 75 þúsund störf í bandarískum hergagnaiðnaði.

Talsmenn í Ísrael segjast almennt varhugavert að selja vopn til arabaríkjanna en gerðu ekki ráð fyrir því að þeir myndu mótmæla sölunni sérstaklega.

Afhending vopnanna mun taka 15 til 20 ár. Sádi-Arabía er helsti vopnakaupandi þróunarríkja veraldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×