Enski boltinn

Eiður skoraði og hjálpaði Tottenham að komast á Wembley - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári fagnar marki sínu ásamt Luka Modric sem átti sendinguna á hann.
Eiður Smári fagnar marki sínu ásamt Luka Modric sem átti sendinguna á hann. Mynd/AFP
Eiður Smári er miklu stuði þessa daganna eftir að hafa nýtt tækifærið sitt á móti Stoke um síðustu helgi. Eiður Smári skoraði í öðrum leiknum í röð í kvöld þegar hann innsiglaði 3-1 sigur Tottenham á Fulham í ensku bikarkeppninni.

Eiður Smári hefur komist í sviðsljósið með frammistöðu sinni í síðustu tveimur leikjum enda hefur hann staðið sig mjög vel og verið miðpunktur í spili liðsins í þessum sigrum á Stoke og Fulham.

Ljósmyndari AFP-myndaþjónustunnar náði nokkrum góðum myndum af Eiði Smára og markinu hans á White Hart Lane í kvöld. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.





Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/Getty Images
Mynd/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×