Enski boltinn

Mourinho: Ég mun aldrei stýra Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Nordic Photos / AFP
Jose Mourinho segir að það komi ekki til greina hjá sér að þjálfa Liverpool í framtíðinni. Hann hefur þó áhuga á að koma aftur til Englands.

Þetta segir hann í ítarlegu viðtali við enska dagblaðið The Mirror í dag. Þar kemur hann víða við og segir það til að mynda hneyksli að Paul Scholes skuli ekki spila með enska landslðinu.

Hann segir reyndar enska landsliðið vera í tómu tjóni undir stjórn Fabio Capello og að liðið virðist óttaslegið á vellinum.

En hann gefur heldur ekki mikið fyrir Liverpool og segir að Steven Gerrard sé á villigötum hjá félaginu.

„Liverpool er ekki félagið fyrir mig. Ég veit ástæðuna fyrir því en get ekki sagt frá henni," er haft eftir Mourinho.

„Manchester United væri mikil áskorun fyrir mig. Tottenham, Everton og kannski Arsenal. Þetta eru allt góð félög með góða knattspyrnustjóra."

Mourinho reyndi að fá Gerrard til Real Madrid í sumar en það gekk ekki eftir.

„Ég tel að Gerrard sé ekki hjá rétta félaginu. Félagið er að glíma við ýmis vandamál og mun ekki vinna nokkurn skapaðn hlut."

Viðtalið við Mourinho má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×