Fótbolti

Breiðablik og úrvalslið Pepsi-deildar karla mætast í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmann Þórisson.
Guðmann Þórisson. Mynd/Vilhelm
Í dag fer fram styrktarleikur í knattspyrnu þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks og úrvalslið Pepsi-deildar karla mætast í Kórnum í Kópavogi.

Leikurinn hefst klukkan 13.00 og er til styrktar fjölskyldu Guðmanns Þórissonar, fyrrum leikmanns Breiðabliks. Foreldrar hans glíma nú við erfið veikindi.

Guðmann sjálfur leikur með Nybergsund í norsku B-deildinni en varð bikarmeistari með Blikum síðasta sumar.

Það er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sem valdi og stýrir úrvalsliðinu.

Þá mun Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, bjóða upp fjólubláu peysuna sína sem hann klæddist á mörgum leikjum Breiðabliks í sumar.

Aðgangseyrir í dag er að minnsta kosti eitt þúsund krónur. Þeir sem ekki komast á leikin geta lagt inn á styrktarreikning.

Reikn: 0130-26-051058

Kt: 051058-4539

Ársæll Kristjánsson

Upplýsingar fyrir þá sem eru erlendis eru hér:

IBAN: IS610130260510580510584539

Swift: NBIIISRE

Ársæll Kristjánsson

Lindasmári 6

201 Kópavogur

Nánari upplýsingar á Facebook-síðu leiksins.

Úrvalsliðið er þannig skipað:

Gunnleifur Gunnleifsson FH

Atli Guðnason FH

Ólafur Páll Snorrason FH

Matthías Vilhjálmsson FH

Björn Daníel Sverrisson FH

Tryggvi Guðmundsson ÍBV

Eiður Aron Sigurbjörnsson ÍBV

Þórarinn Ingi Valdimarsson ÍBV

Skúli Jón Friðgeirsson KR

Óskar Örn Hauksson KR

Baldur Sigurðsson KR

Guðjón Baldvinsson KR

Guðmundur Reynir Gunnarsson KR

Almarr Ormarsson Fram

Jón Guðni Fjóluson Fram

Samuel Tillen Fram

Kristján Hauksson Fram

Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík

Daníel Laxdal Stjarnan

Arnar Gunnlaugsson Haukar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×