Erlent

Áströlsk nunna tekin í dýrlingatölu

Beneditk sextándi páfi mun formlega taka Mary MacKillop í tölu dýrlinga á morgun.
Beneditk sextándi páfi mun formlega taka Mary MacKillop í tölu dýrlinga á morgun.
Beneditk sextándi páfi mun formlega taka Mary MacKillop, ástralska nunnu, í tölu dýrlinga við hátíðarmessu á morgun, en hún verður fyrsti Ástralinn til að komast í tölu heilagra innan kaþólsku kirkjunnar. MacKillop stofnaði hreyfinguna Systur heilags Jósefs og heimsótti Róm á árunum 1873 til 1874 í þeim tilgangi, eða um það bil sem Íslendingar fengu fyrstu stjórnarskrána frá Dönum.

MacKillop og systur hennar stofnuðu fjölda skóla og munaðarleysingjahæli fyrir fátæk börn víðs vegar um Ástralíu og Nýja sjáland og komu einnig upp heilsugæslu. Hún var bannfærð af kirkjunni árið 1871 og hún og 47 trúarsystur hennar lifðu á ölmusu um tíma, eftir að hún opinberaði misnotkun prests gegn börnum. Skömmu fyrir andlát sitt tók biskup bannfæringuna hins vegar til baka. Búist er við að um 8000 Ástralir taki þátt í hátíðarhöldum í Róm á morgun þegar hún verður tekin í dýrlingatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×