Enski boltinn

Capello kallar á fimmta markmann Arsenal fyrir enska landsliðið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Fabio Capello hefur kallað fimmta markmann Arsenal inn í enska landsliðshópinn. Markmannsvandræði enska landsiðsins eru að verða vandræðaleg fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð.

James Shea heitir kappinn. Hann er í liðinu til að hafa næga markmenn á æfingum. England mun keppa við Búlgara og Sviss í undankeppni EM 2012 í vikunni.

Shea er 19 ára gamall.

Scott Loach og Frankie Fieldeng hafa verið í enska landsliðinu undanfarið en þeir Ben Foster og Scott Carson eru báðir tæpir vegna meiðsla.

Joe Hart verður í byrjunarliðinu gegn Búlgörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×