Enski boltinn

Chelsea keypti ellefu ára gamlan dreng

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti er stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti er stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Chelsea hefur fest kaup á ellefu ára knattspyrnudreng frá Northampton Town en kaupverðið er óuppgefið.

Sá heitir Michael Gyasi en yfirmaður knattspyrnuakademíu Northampton, Trevor Gould, segir að þetta muni hagnast félaginu.

„Þetta er gott fyrir fjárhaginn okkar og mun efla starf okkar með börnum og unglingum," sagði hann.

„Við viljum auðvitað halda í okkar bestu leikmenn en þegar stórt félag eins og Chelsea kemur er ekki hægt að standa í vegi fyrir drengnum, ef kjörin eru okkur hagstæð."

„Þetta er bæði frábært tækifæri fyrir Michael og styrkir okkar starf."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×