Enski boltinn

Eiður Smári: Ég er í skýjunum yfir því að ganga í raðir Stoke

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eiður í baráttu í leik gegn Stoke.
Eiður í baráttu í leik gegn Stoke. AFP
"Ég er í skýjunum með að koma hingað. Þetta er ný áskorun fyrir mig, stór áskorun, en ég hlakka mikið til hennar," sagði Eiður Smári Guðjohnsen í dag eftir að hafa gengið í raðir Stoke.

Eiður sagði að hann hafi rætt við stjórann Tony Pulis um félagið.

"Eftir að hafa talað við hann um félagið og metnað þess sannfærði hann mig alveg og ég er virkilega ánægður með að ganga frá þessu."

"Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Stuðningsmennirnir hérna eru frábærir og ég man alltaf eftir andrúmsloftinu hérna."

"Ég skoraði hérna fyrir stuttu fyrir Tottenham, kannski skulda ég stuðningsmönnunum þessvegna eitthvað. Vonandi get ég skorað nokkur mörk fyrir þá," sagði Eiður.

"Ég er er metnaðarfullur leikmaður, en þetta er metnaðarfullt knattspyrnufélag. Ég vil hjálpa því að komast á næsta stig, það er mitt aðal markmið," sagði Eiður Smári.

Pulis sagði jafnframt að Eiður myndi bæta hópinn mikið og hann virtist vera jafn ánægður og Eiður með að skiptin hafi gengið í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×