Enski boltinn

Ferguson: Leikirnir gegn Chelsea munu ráða úrslitum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að leikir liðsins gegn Chelsea muni líklega ráða úrslitum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

United varð einu stigi á eftir Chelsea á síðustu leiktíð en tapaði á bæði heima- og útivelli í leikjum liðanna á tímabilinu.

„Enska úrvalsdeildin er mjög erfið. Ég lít alltaf til liðsins sem vann síðast enda verður maður að hafa markmið til að stefna á," sagði Ferguson við enska fjölmiðla.

„Það er undir hinum liðunum komið, þar með talið okkur. Chelsea hefur byrjað vel á tímabilinu og ég lít á liðið sem helsta keppinaut okkar í vetur."

„Leikir okkar við Chelsea munu væntanlega skipta mestu máli. Á síðasta ári töpuðum við báðum þessum leikjum og það réði úrslitum í titilbaráttunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×