Logi: Ætlaði að vera hættur þessu þegar kallið kom frá KR 2007 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2010 14:15 Logi Ólafsson, þjálfari KR. Mynd/Anton Logi Ólafsson hætti í dag sem þjálfari KR en hann hefur þjálfað liðið frá því í lok júlí fyrir tæpum þremur árum síðan. „Þetta er bæði svekkjandi og leiðinlegt í senn. Við ræddum málin í morgun og niðurstaðan var sú að það þyrfti að gera einhverjar breytingar," sagði Logi Ólafsson. „Þetta snýst bara fyrst og fremst um úrslit þegar svona ákvörðun er tekin. Við vorum oft á tíðum yfirburðarlið inn á vellinum en samt sem áður gerum við jafntefli eða töpuðum okkar leikjum. Við náum ekki að fylgja eftir góðum leikjum," segir Logi en KR-liðið hefur náð í 13 stig út úr fyrstu 11 deildarleikjum tímabilsins og er sem stendur í fjórða neðsta sæti deildarinnar. „Það býr miklu meira í þessu liði og óánægjan snýst um það að úrslitin hafa ekki verið okkur í hag. Staðan er ekki góð í töflunni og menn töldu að þetta væri niðurstaða sem væri best fyrir liðið," segir Logi. „Ég get verið svekktur að fara frá þessu eins og staðan er núna en ég er stoltur að öðru leiti. Mér finnst að ég hafi unnið ágætis starf fyrir þetta félag miðað við að taka við því í neðsta sæti 2007, halda liðinu í deildinni þá, vinna titil 2008 og spila vel í fyrra," segir Logi sem hefur þjálfað í efstu deild karla frá því að hann tók við Víkingum 1990. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það sem tekur við. Það er gott að fá frí þó að það hefði verið betra að fá það með öðrum hætti. Ég mun ekki sitja aðgerðalaus því ég hef nóg að gera hvort sem það verður á sviði knattspyrnu veit ég nú ekki," segir Logi og bætti við: „Ég ætlaði að vera hættur þessu þegar kallið kom frá KR 2007 því ég er búin að reyna allt í íslenskum fótbolta. Mér fannst þetta mjög ögrandi verkefni sem það var. Ég vissi að ég sæti í heitu sæti með að vera þjálfari hjá KR," sagði Logi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Logi Ólafsson hætti í dag sem þjálfari KR en hann hefur þjálfað liðið frá því í lok júlí fyrir tæpum þremur árum síðan. „Þetta er bæði svekkjandi og leiðinlegt í senn. Við ræddum málin í morgun og niðurstaðan var sú að það þyrfti að gera einhverjar breytingar," sagði Logi Ólafsson. „Þetta snýst bara fyrst og fremst um úrslit þegar svona ákvörðun er tekin. Við vorum oft á tíðum yfirburðarlið inn á vellinum en samt sem áður gerum við jafntefli eða töpuðum okkar leikjum. Við náum ekki að fylgja eftir góðum leikjum," segir Logi en KR-liðið hefur náð í 13 stig út úr fyrstu 11 deildarleikjum tímabilsins og er sem stendur í fjórða neðsta sæti deildarinnar. „Það býr miklu meira í þessu liði og óánægjan snýst um það að úrslitin hafa ekki verið okkur í hag. Staðan er ekki góð í töflunni og menn töldu að þetta væri niðurstaða sem væri best fyrir liðið," segir Logi. „Ég get verið svekktur að fara frá þessu eins og staðan er núna en ég er stoltur að öðru leiti. Mér finnst að ég hafi unnið ágætis starf fyrir þetta félag miðað við að taka við því í neðsta sæti 2007, halda liðinu í deildinni þá, vinna titil 2008 og spila vel í fyrra," segir Logi sem hefur þjálfað í efstu deild karla frá því að hann tók við Víkingum 1990. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það sem tekur við. Það er gott að fá frí þó að það hefði verið betra að fá það með öðrum hætti. Ég mun ekki sitja aðgerðalaus því ég hef nóg að gera hvort sem það verður á sviði knattspyrnu veit ég nú ekki," segir Logi og bætti við: „Ég ætlaði að vera hættur þessu þegar kallið kom frá KR 2007 því ég er búin að reyna allt í íslenskum fótbolta. Mér fannst þetta mjög ögrandi verkefni sem það var. Ég vissi að ég sæti í heitu sæti með að vera þjálfari hjá KR," sagði Logi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira