Enski boltinn

Aðeins sex félög hafa unnið tvennuna - bætist Chelsea í hópinn?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tony Adams var síðasti maðurinn til þess að lyfta báður bikurunum á sama tímabili.
Tony Adams var síðasti maðurinn til þess að lyfta báður bikurunum á sama tímabili. Mynd/Getty Images

Chelsea getur komist í úrvalshóp í dag vinni liðið Portsmouth í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley en aðeins sex félögum hefur tekið að vinna enska meistaratitilinn og enska bikarinn á sama tímabili. Félögin sex sem hafa unnið tvennuna eru Preston North End, Aston Villa, Tottenham Hotspur, Arsenal, Liverpool og Manchester United.

Manchester United er síðasta félagið sem bættist í hópinn (1994) og er jafnframt það félag sem hefur afrekað þetta ofast ásamt Arsenal því United vann einnig tvöfalt 1996 og 1999. Arsenal varð síðasta félagið til að vinna tvöfalt árið 2002 en Arsenal-menn unnu þá tvennuna einnig í þriðja sinn eftir að hafa unnið hana 1971 og 1998.

Tapi Chelsea bikarúrslitaleiknum í dag þá kemst liðið einnig í annan hóp en það eru sjö lið sem hafa orðið enskur meistari en tapað bikarúrslitaleiknum. Síðasta liðið til þess að klikka svona á tvennunni voru Manchester United menn sem töpuðu bikarúrslitaleiknum 2007 á móti Chelsea.

Liðin sem hafa unnið tvennuna á Englandi:

Preston North End 1889

Aston Villa 1897

Tottenham Hotspur 1961

Arsenal (1) 1971

Liverpool 1986

Manchester United (1) 1994

Manchester United (2) 1996

Arsenal (2) 1998

Manchester United (3) 1999

Arsenal (3) 2002

Lið sem hafa orðið meistarar en hafa tapað bikarúrslitaleiknum

Newcastle United 1905

Sunderland 1913

Manchester United 1957

Liverpool 1977

Everton 1985

Liverpool 1988

Manchester United 2007








Fleiri fréttir

Sjá meira


×