Enski boltinn

Kirkland lánaður til Leicester

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Chris Kirkland, markvörður Wigan, hefur verið lánaður til enska B-deildarfélagsins Leicester þar sem hann mun spila til áramóta.

Sven-Göran Eriksson er stjóri Leicester en Kirkland spilaði sinn fyrsta landsleik undir stjórn Eriksson fyrir sjö árum síðan.

Kirkland hefur mátt sætta sig við sæti á varamannabekknum hjá Wigan þar sem að Ali Al-Habsi, lánsmaður frá Bolton, hefur staðið sig vel í marki liðsins.

„Chris hefur verið duglegur á æfingum en hann þarf að fá að spila til að bæta leikformið," sagði Roberto Martinez, stjóri Wigan. „Þetta er því gott tækifæri fyrir hann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×