Enski boltinn

Benítez hræddur um að missa Torres

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres.

Einn leikur er í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool heldur áfram baráttu sinni um fjórða sæti deildarinnar og leikur gegn botnliði Portsmouth í kvöld.

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, óttast að sóknarmaðurinn Fernando Torres vilji yfirgefa félagið ef því tekst ekki að komast í Meistaradeildina fyrir næstu leiktíð.

„Það skiptir miklu máli fyrir Fernando að við náum fjórða sætinu," sagði Benítez. „Fólk talar við hann um peninga en ég get sagt ykkur að það skiptir hann miklu meira máli að berjast um titla."

Þessi ummæli koma í kjölfarið á viðtali við Torres sem birtist um helgina. Þar sagði hann að Liverpool þyrfti að opna veskið og styrkja lið sitt. „Ég vil vera að keppa um meistaratitilnn á næsta tímabili og eiga von um að vinna Meistaradeildina eða Evrópudeildina. Til þess að svo verði þurfum við að fá nýja leikmenn," sagði Torres hreinskilinn.

Líkleg byrjunarlið í kvöld:

Liverpool (4-2-3-1): Reina; Johnson, Carragher, Agger, Insúa; Lucas, Mascherano; Kuyt, Gerrard, Riera; Torres.

Portsmouth (4-5-1): James; Finnan, Rocha, Ben Haim, Hermann; Dindane, Brown, Mokoena, O'Hara, Belhadj; Piquionne.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×