Enski boltinn

Fulham ætlar ekki að sleppa Mark Schwarzer

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Schwarzer.
Mark Schwarzer. Mynd/AFP
Fulham hefur hafnað þeim fréttum að ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer hafi beðið um að fá að fara frá liðinu. Schwarzer hefur verið mikið orðaður við Arsenal í sumar.

Fulham hefur þegar hafnað tveggja milljón punda tilboði Arsenal í Schwarzer og nýi stjórinn, Mark Hughes, lýsti því yfir þegar að hann tók við liðinu að hann væri staðráðinn í að halda í Schwarzer sem að hans mati væri einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins.

Enskir miðlar hafa skrifað um það að Mark Schwarzer sem er 37 ára gamall vilji fá tækifæri til þess að spila í Meistaradeildinni með Arsenal. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur líka verið í miklum vandræðum með markverði sína síðustu tímabil og Schwarzer gæti verið góð lausn á þessum markvarðarvandamálum.

„Fulham hefur ekki fengið neina beiðni frá Mark Schwarzer um að vera settur á sölulista. Mark er með samning til ársins 2011 og stjórinn hefur ítrekað þá stefnu sína að halda öllum bestu leikmönnunum hjá félaginu," sagði talsmaður Fulham í viðtali við Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×