Umfjöllun: Sannfærandi í Eyjum Valur Smári Heimisson skrifar 13. júní 2010 15:11 Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV. Mynd/Stefán Eyjamenn eru komnir á topp Pepsi-deildar karla eftir sannfærandi 1-0 sigur á Fylki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Lítið sem ekkert gerðist í leiknum í fyrri hálfleik en fyrsta skot leiksins kom ekki fyrr en á 30. mínútu. Þar var að verki Tryggvi Guðmundsson sem átti skot rétt yfir mark Fylkis eftir hornspyrnu James Hurst. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk einu áminningu fyrri hálfleiks en í þeim síðari fékk hann aðra áminningu, og þar með rautt spjald, fyrir leikaraskap er hann reyndi að fiska aukaspyrnu á Tryggva Guðmundsson á miðjum vellinum. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins, sá í gegnum það og hikaði ekki við að gefa Ásgeiri Berki hans síðara gula spjald í leiknum. Eina mark leiksins kom svo á 69. mínútu er Þórarinn Ingi fékk boltann frá Andra Ólafssyni í teig gestanna. Hann gerði engin mistök þegar hann lagði boltann hægra megin í hornið, fram hjá Fjalari Þorgeirssyni í marki Fylkis. Lítið marktækt gerðist í leiknum eftir það. Eyjamenn bökkuðu og tíu manna lið Fylkis náði ekki að brjóta vörn ÍBv á bak aftur. Niðurstaðan var því sannfærandi sigur í hörkuleik á Hásteinsvelli, 1-0.ÍBV - Fylkir 1-0 1-0 Þórarinn Ingi Valdimarsson (69.). Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 705.Dómari: Örvar Sær Gíslason (4).Tölfræði leiksins:Skot (á mark): 11-7 (7-6).Varin skot: Albert 5 - Fjalar 7.Horn: 8-6.Aukaspyrnur fengnar: 11-17.Rangstöður: 4-5.ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 7 James Hurst 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6 (67. Ásgeir Aron Ásgeirsson 7) Finnur Ólafsson 6 (76. Eyþór Helgi Birgisson -) Andri Ólafsson 7 Tryggvi Guðmundsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 8 - maður leiksins Denis Sytnik 6 (87. Yngvi Magnús Borgþórsson -)Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Þórir Hannesson 7 Kristján Valdimarsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 (78. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (74. Jóhann Þórhallsson -) Pape Mamadou Faye 6 Albert Brynjar Ingason 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Fylkir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir: Hefði viljað skora fleiri mörk Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar sáttur við sína menn eftir 1-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild karla í dag. 13. júní 2010 19:58 Þórarinn Ingi: Njótum þess að spila „Við erum að njóta þess að spila fótbolta og höfum gaman af því sem við erum að gera. Það er að skila liðinu þessum árangri,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, hetja ÍBV gegn Fylki í dag. 13. júní 2010 22:17 Ólafur: Ansi margt sem fór úrskeiðis Ólafur Þórðarson segir að ansi margt hafi farið úrskeðis er Fylkir tapaði fyrir ÍBV í dag, 1-0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. 13. júní 2010 20:06 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Eyjamenn eru komnir á topp Pepsi-deildar karla eftir sannfærandi 1-0 sigur á Fylki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Lítið sem ekkert gerðist í leiknum í fyrri hálfleik en fyrsta skot leiksins kom ekki fyrr en á 30. mínútu. Þar var að verki Tryggvi Guðmundsson sem átti skot rétt yfir mark Fylkis eftir hornspyrnu James Hurst. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk einu áminningu fyrri hálfleiks en í þeim síðari fékk hann aðra áminningu, og þar með rautt spjald, fyrir leikaraskap er hann reyndi að fiska aukaspyrnu á Tryggva Guðmundsson á miðjum vellinum. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins, sá í gegnum það og hikaði ekki við að gefa Ásgeiri Berki hans síðara gula spjald í leiknum. Eina mark leiksins kom svo á 69. mínútu er Þórarinn Ingi fékk boltann frá Andra Ólafssyni í teig gestanna. Hann gerði engin mistök þegar hann lagði boltann hægra megin í hornið, fram hjá Fjalari Þorgeirssyni í marki Fylkis. Lítið marktækt gerðist í leiknum eftir það. Eyjamenn bökkuðu og tíu manna lið Fylkis náði ekki að brjóta vörn ÍBv á bak aftur. Niðurstaðan var því sannfærandi sigur í hörkuleik á Hásteinsvelli, 1-0.ÍBV - Fylkir 1-0 1-0 Þórarinn Ingi Valdimarsson (69.). Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 705.Dómari: Örvar Sær Gíslason (4).Tölfræði leiksins:Skot (á mark): 11-7 (7-6).Varin skot: Albert 5 - Fjalar 7.Horn: 8-6.Aukaspyrnur fengnar: 11-17.Rangstöður: 4-5.ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 7 James Hurst 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6 (67. Ásgeir Aron Ásgeirsson 7) Finnur Ólafsson 6 (76. Eyþór Helgi Birgisson -) Andri Ólafsson 7 Tryggvi Guðmundsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 8 - maður leiksins Denis Sytnik 6 (87. Yngvi Magnús Borgþórsson -)Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Þórir Hannesson 7 Kristján Valdimarsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 (78. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (74. Jóhann Þórhallsson -) Pape Mamadou Faye 6 Albert Brynjar Ingason 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Fylkir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir: Hefði viljað skora fleiri mörk Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar sáttur við sína menn eftir 1-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild karla í dag. 13. júní 2010 19:58 Þórarinn Ingi: Njótum þess að spila „Við erum að njóta þess að spila fótbolta og höfum gaman af því sem við erum að gera. Það er að skila liðinu þessum árangri,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, hetja ÍBV gegn Fylki í dag. 13. júní 2010 22:17 Ólafur: Ansi margt sem fór úrskeiðis Ólafur Þórðarson segir að ansi margt hafi farið úrskeðis er Fylkir tapaði fyrir ÍBV í dag, 1-0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. 13. júní 2010 20:06 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Heimir: Hefði viljað skora fleiri mörk Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar sáttur við sína menn eftir 1-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild karla í dag. 13. júní 2010 19:58
Þórarinn Ingi: Njótum þess að spila „Við erum að njóta þess að spila fótbolta og höfum gaman af því sem við erum að gera. Það er að skila liðinu þessum árangri,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, hetja ÍBV gegn Fylki í dag. 13. júní 2010 22:17
Ólafur: Ansi margt sem fór úrskeiðis Ólafur Þórðarson segir að ansi margt hafi farið úrskeðis er Fylkir tapaði fyrir ÍBV í dag, 1-0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. 13. júní 2010 20:06