Umfjöllun: Sannfærandi í Eyjum Valur Smári Heimisson skrifar 13. júní 2010 15:11 Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV. Mynd/Stefán Eyjamenn eru komnir á topp Pepsi-deildar karla eftir sannfærandi 1-0 sigur á Fylki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Lítið sem ekkert gerðist í leiknum í fyrri hálfleik en fyrsta skot leiksins kom ekki fyrr en á 30. mínútu. Þar var að verki Tryggvi Guðmundsson sem átti skot rétt yfir mark Fylkis eftir hornspyrnu James Hurst. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk einu áminningu fyrri hálfleiks en í þeim síðari fékk hann aðra áminningu, og þar með rautt spjald, fyrir leikaraskap er hann reyndi að fiska aukaspyrnu á Tryggva Guðmundsson á miðjum vellinum. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins, sá í gegnum það og hikaði ekki við að gefa Ásgeiri Berki hans síðara gula spjald í leiknum. Eina mark leiksins kom svo á 69. mínútu er Þórarinn Ingi fékk boltann frá Andra Ólafssyni í teig gestanna. Hann gerði engin mistök þegar hann lagði boltann hægra megin í hornið, fram hjá Fjalari Þorgeirssyni í marki Fylkis. Lítið marktækt gerðist í leiknum eftir það. Eyjamenn bökkuðu og tíu manna lið Fylkis náði ekki að brjóta vörn ÍBv á bak aftur. Niðurstaðan var því sannfærandi sigur í hörkuleik á Hásteinsvelli, 1-0.ÍBV - Fylkir 1-0 1-0 Þórarinn Ingi Valdimarsson (69.). Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 705.Dómari: Örvar Sær Gíslason (4).Tölfræði leiksins:Skot (á mark): 11-7 (7-6).Varin skot: Albert 5 - Fjalar 7.Horn: 8-6.Aukaspyrnur fengnar: 11-17.Rangstöður: 4-5.ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 7 James Hurst 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6 (67. Ásgeir Aron Ásgeirsson 7) Finnur Ólafsson 6 (76. Eyþór Helgi Birgisson -) Andri Ólafsson 7 Tryggvi Guðmundsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 8 - maður leiksins Denis Sytnik 6 (87. Yngvi Magnús Borgþórsson -)Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Þórir Hannesson 7 Kristján Valdimarsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 (78. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (74. Jóhann Þórhallsson -) Pape Mamadou Faye 6 Albert Brynjar Ingason 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Fylkir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir: Hefði viljað skora fleiri mörk Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar sáttur við sína menn eftir 1-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild karla í dag. 13. júní 2010 19:58 Þórarinn Ingi: Njótum þess að spila „Við erum að njóta þess að spila fótbolta og höfum gaman af því sem við erum að gera. Það er að skila liðinu þessum árangri,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, hetja ÍBV gegn Fylki í dag. 13. júní 2010 22:17 Ólafur: Ansi margt sem fór úrskeiðis Ólafur Þórðarson segir að ansi margt hafi farið úrskeðis er Fylkir tapaði fyrir ÍBV í dag, 1-0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. 13. júní 2010 20:06 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Eyjamenn eru komnir á topp Pepsi-deildar karla eftir sannfærandi 1-0 sigur á Fylki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Lítið sem ekkert gerðist í leiknum í fyrri hálfleik en fyrsta skot leiksins kom ekki fyrr en á 30. mínútu. Þar var að verki Tryggvi Guðmundsson sem átti skot rétt yfir mark Fylkis eftir hornspyrnu James Hurst. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk einu áminningu fyrri hálfleiks en í þeim síðari fékk hann aðra áminningu, og þar með rautt spjald, fyrir leikaraskap er hann reyndi að fiska aukaspyrnu á Tryggva Guðmundsson á miðjum vellinum. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins, sá í gegnum það og hikaði ekki við að gefa Ásgeiri Berki hans síðara gula spjald í leiknum. Eina mark leiksins kom svo á 69. mínútu er Þórarinn Ingi fékk boltann frá Andra Ólafssyni í teig gestanna. Hann gerði engin mistök þegar hann lagði boltann hægra megin í hornið, fram hjá Fjalari Þorgeirssyni í marki Fylkis. Lítið marktækt gerðist í leiknum eftir það. Eyjamenn bökkuðu og tíu manna lið Fylkis náði ekki að brjóta vörn ÍBv á bak aftur. Niðurstaðan var því sannfærandi sigur í hörkuleik á Hásteinsvelli, 1-0.ÍBV - Fylkir 1-0 1-0 Þórarinn Ingi Valdimarsson (69.). Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 705.Dómari: Örvar Sær Gíslason (4).Tölfræði leiksins:Skot (á mark): 11-7 (7-6).Varin skot: Albert 5 - Fjalar 7.Horn: 8-6.Aukaspyrnur fengnar: 11-17.Rangstöður: 4-5.ÍBV (4-5-1): Albert Sævarsson 7 James Hurst 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6 (67. Ásgeir Aron Ásgeirsson 7) Finnur Ólafsson 6 (76. Eyþór Helgi Birgisson -) Andri Ólafsson 7 Tryggvi Guðmundsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 8 - maður leiksins Denis Sytnik 6 (87. Yngvi Magnús Borgþórsson -)Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Þórir Hannesson 7 Kristján Valdimarsson 6 Valur Fannar Gíslason 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 (78. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (74. Jóhann Þórhallsson -) Pape Mamadou Faye 6 Albert Brynjar Ingason 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Fylkir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir: Hefði viljað skora fleiri mörk Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar sáttur við sína menn eftir 1-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild karla í dag. 13. júní 2010 19:58 Þórarinn Ingi: Njótum þess að spila „Við erum að njóta þess að spila fótbolta og höfum gaman af því sem við erum að gera. Það er að skila liðinu þessum árangri,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, hetja ÍBV gegn Fylki í dag. 13. júní 2010 22:17 Ólafur: Ansi margt sem fór úrskeiðis Ólafur Þórðarson segir að ansi margt hafi farið úrskeðis er Fylkir tapaði fyrir ÍBV í dag, 1-0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. 13. júní 2010 20:06 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Heimir: Hefði viljað skora fleiri mörk Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar sáttur við sína menn eftir 1-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild karla í dag. 13. júní 2010 19:58
Þórarinn Ingi: Njótum þess að spila „Við erum að njóta þess að spila fótbolta og höfum gaman af því sem við erum að gera. Það er að skila liðinu þessum árangri,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, hetja ÍBV gegn Fylki í dag. 13. júní 2010 22:17
Ólafur: Ansi margt sem fór úrskeiðis Ólafur Þórðarson segir að ansi margt hafi farið úrskeðis er Fylkir tapaði fyrir ÍBV í dag, 1-0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. 13. júní 2010 20:06