Enski boltinn

Sullivan: Erlendu leikmönnunum er alveg sama um West Ham

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eigendur West Ham, nafnarnir David Sullivan og Gold.
Eigendur West Ham, nafnarnir David Sullivan og Gold. GettyImages
David Sullivan, annar eigandi West Ham, er brjálaður út í nokkra erlenda leikmenn félagsins sem hann segir að sé alveg sama um félagið.

Hamrarnir eru á botni úrvalsdeildarinnar eftir þrjú töp.

"Við erum með erlenda leikmenn sem vildu fara en við fengum engin tilboð í þá. Ég held að þeim sé alveg sama en núna þurfa þeir að standa sig."

"Þeir verða hérna í það minnsta þangað til í janúar og þeir verða að haga sér eins og atvinnumenn," sagði meðeigandinn.

Hann sér þó fram á bjartari tíma fyrir liðið.

"Við erum að fá menn sem hafa verið meiddir inn og við förum að rétta úr kútnum," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×