Enski boltinn

West Ham neitaði tilboði Liverpool í Cole

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
West Ham neitaði níu milljón punda boði Liverpool í Carlton Cole í dag. Roy Hodgson leitar nú logandi ljósi að sóknarmanni en óvíst er hver er næstur í goggunarröðinni.

Sunderland og Stoke vildu líka fá Cole sem hefði þó ekki farið til þeirra, aðeins Liverpool hefði þauð náð saman um kaupverðið.

West Ham sagði nei af því enginn tími hefði verið fyrir félagið til að kaupa annan mann í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×