Ólafur Þ. Stephensen ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins 24. febrúar 2010 09:42 Mynd/Anton Brink Ritstjóraskipti verða á Fréttablaðinu í dag. Jón Kaldal, sem verið hefur ritstjóri frá árinu 2007, lætur af störfum. Við starfinu tekur Ólafur Þ. Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og 24 stunda. Auk þess að sinna ritstjórn Fréttablaðsins mun Ólafur vinna að því að auka samstarf fréttaritstjórna 365 miðla.Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að tvenns konar áherslur liggi að baki breytingunni; efling Fréttablaðsins sem helsta dagblaðs landsins og það markmið að styrkja samvinnu fjölmiðla fyrirtækisins. „Fréttablaðið hefur náð gífurlegum árangri á undanförnum árum. Við viljum byggja á þeim árangri og ná enn lengra. Við viljum líka láta reyna á að þróa frekar samvinnu milli miðla 365 í fréttaöflun og -vinnslu. Við teljum, að öllum öðrum ólöstuðum, að Ólafur Stephensen sé hæfasti maðurinn sem við getum fengið í það verkefni. Jóni Kaldal vil ég þakka störf hans í þágu Fréttablaðsins, hann hefur átt drjúgan þátt í árangri blaðsins á undanförnum árum."„Ég lít á starfið hjá Fréttablaðinu sem frábært tækifæri til að vinna áfram við blaðamennsku. Fréttablaðið á mikil sóknarfæri á blaðamarkaðnum að mínu mati og ég hlakka til að taka þátt í að nýta þau tækifæri," segir Ólafur Þ. Stephensen. „Útbreiðsla Fréttablaðsins er einstök og blaðið nýtur vaxandi trausts hjá lesendum sínum. Ég lít á það sem mitt meginhlutverk að efla það traust enn frekar með faglegum og metnaðarfullum fréttaflutningi."Ólafur Þ. Stephensen er 41 árs og hefur starfað við blaðamennsku og tengd störf frá 1987. Hann var ritstjóri Morgunblaðsins 2008-2009 og ritstýrði þar áður fríblaðinu 24 stundum. Hann var aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins um sjö ára skeið og áður blaðamaður þess í meira en áratug. Hann var forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Símans 1998-2000 og forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins 2000-2001. Ólafur er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc-gráðu í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics and Political Science. Þá hefur hann í vetur lagt stund á diplómanám við IESE-viðskiptaháskólann í Barcelona á Spáni. Ólafur er kvæntur Halldóru Traustadóttur, forstöðumanni reksturs útibúa hjá Íslandsbanka. Þau eiga þrjú börn. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Ritstjóraskipti verða á Fréttablaðinu í dag. Jón Kaldal, sem verið hefur ritstjóri frá árinu 2007, lætur af störfum. Við starfinu tekur Ólafur Þ. Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og 24 stunda. Auk þess að sinna ritstjórn Fréttablaðsins mun Ólafur vinna að því að auka samstarf fréttaritstjórna 365 miðla.Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að tvenns konar áherslur liggi að baki breytingunni; efling Fréttablaðsins sem helsta dagblaðs landsins og það markmið að styrkja samvinnu fjölmiðla fyrirtækisins. „Fréttablaðið hefur náð gífurlegum árangri á undanförnum árum. Við viljum byggja á þeim árangri og ná enn lengra. Við viljum líka láta reyna á að þróa frekar samvinnu milli miðla 365 í fréttaöflun og -vinnslu. Við teljum, að öllum öðrum ólöstuðum, að Ólafur Stephensen sé hæfasti maðurinn sem við getum fengið í það verkefni. Jóni Kaldal vil ég þakka störf hans í þágu Fréttablaðsins, hann hefur átt drjúgan þátt í árangri blaðsins á undanförnum árum."„Ég lít á starfið hjá Fréttablaðinu sem frábært tækifæri til að vinna áfram við blaðamennsku. Fréttablaðið á mikil sóknarfæri á blaðamarkaðnum að mínu mati og ég hlakka til að taka þátt í að nýta þau tækifæri," segir Ólafur Þ. Stephensen. „Útbreiðsla Fréttablaðsins er einstök og blaðið nýtur vaxandi trausts hjá lesendum sínum. Ég lít á það sem mitt meginhlutverk að efla það traust enn frekar með faglegum og metnaðarfullum fréttaflutningi."Ólafur Þ. Stephensen er 41 árs og hefur starfað við blaðamennsku og tengd störf frá 1987. Hann var ritstjóri Morgunblaðsins 2008-2009 og ritstýrði þar áður fríblaðinu 24 stundum. Hann var aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins um sjö ára skeið og áður blaðamaður þess í meira en áratug. Hann var forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Símans 1998-2000 og forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins 2000-2001. Ólafur er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc-gráðu í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics and Political Science. Þá hefur hann í vetur lagt stund á diplómanám við IESE-viðskiptaháskólann í Barcelona á Spáni. Ólafur er kvæntur Halldóru Traustadóttur, forstöðumanni reksturs útibúa hjá Íslandsbanka. Þau eiga þrjú börn.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira