Enski boltinn

Ferguson ánægður með Vidic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er ánægður með ákvörðun sína um að gera Nemanja Vidic að fyrliða. Vidic tók við fyrirliðabandinu af Gary Neville.

Neville er ekki lengur að spila reglulega með United, né heldur Ryan Giggs og þá hefur Rio Ferdinand mikið verið frá vegna meiðsla undanfarið ár. Því vildi Ferguson að leikmaður eins og Vidic, sem er mikilvægur hlekkur í liði United, myndi taka við fyrirliðabandinu.

„Við urðum að velja einhvern sem væri í góðu formi og að spila í hverri viku," sagði Ferguson. „Það er erfitt enda breytum við liðinu oft mikið. En okkur fannst að Vidic væri einn þeirra sem spilaði sem mest. Þar að auki er hann varnarmaður og mér finnst þeir alltaf henta betur til að vera fyrirliðar en aðrir leikmenn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×