Enski boltinn

Moyes: Höfum leikið leikið betur og tapað

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Steven Gerrand tekur í spaðann á David Moyes.
Steven Gerrand tekur í spaðann á David Moyes. Getty Images

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var himinlifandi með sigur sinna manna í nágrannaslagnum gegn Liverpool í dag. Hann var ánægður með hugarfar leikmanna.

„Hugarfar minna manna var hárrétt og þeir uppskáru samkvæmt því. Við höfum leikið betur í meirihluta leikjanna í vetur en við gerðum í dag. Þetta var hins vegar nágrannasalgur og það er öðruvísi leikur," sagði Moyes sem stráir salti í sárin hjá stuðningsmönnum Liverpool.

„Við höfum oft leikið betur en tapað leikjum á þessu tímabili. Við sýndum í dag að við erum með nógu gott lið til að vera í toppbaráttunni."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×