Enski boltinn

Liverpool enn í fallsæti eftir sigur á Blackburn

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Sotirios Kyrgiakos skorar hér mark sitt í dag.
Sotirios Kyrgiakos skorar hér mark sitt í dag.
Liverpool hafði betur í botnbaráttunni gegn Blackburn, 2-1, er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sotirios Kyrgiakos kom Liverpool yfir á 48.mínútu með góðu skallamarki. Blackburn jafnaði metin þremur mínútum síðar og var það Liverpool maðurinn Jamie Carragher sem skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark en boltinn fór þá af honum í netið eftir skot frá El-Hadji Diouf.

Það var svo Fernando Torres sem tryggði sínum mönnum öll stigin aðeins tveimur mínútum síðar með marki úr stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Joe Cole og þar við sat.

Með sigrinum er Liverpool risið af botni deildarinnar og upp í átjánda sæti með níu stig en Blackburn er aðeins skrefinu á undan í sautjánda sæti einnig með níu stig eftir níu leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×