Enski boltinn

Moyes vill fá Beckham til Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Beckham í leik með Galaxy.
Beckham í leik með Galaxy. Mynd/AP
David Moyes segir að nafni sinn Beckham sé velkomið að ganga til liðs við Everton á lánssamningi.

Beckham hefur undanfarin tvö tímabil verið lánaður frá LA Galaxy til AC Milan á Ítalíu. Síðast sleit hann hásin í leik með liðinu en hefur síðan þá náð fullri heilsu og er byrjaður aftur að spila.

Moyes þekkir Beckham vel enda leikmaður hjá Preston þegar Beckham lék með félaginu sem lánsmaður frá Manchester United á sínum tíma.

„Ef David vill koma þarf hann bara að hringja í mig eða Phil Neville. Hann veit hvernig hann á að ná í mig," sagði Moyes við enska fjölmiðla.

Moyes segir að skoða þyrfti hvernig ætti að fara að því að fjármagna slíkan lánssamning en hann telur að hægt sé að gera þeð með sölu treyja með nafni Beckham.

Beckham er nú staddur í Ástralíu þar sem hann er í æfingaferð með liði sínu, LA Galaxy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×