Enski boltinn

Vítakeppni Carragher og Torres með bundið fyrir augun - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Carragher og Fernando Torres.
Jamie Carragher og Fernando Torres. Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool-menn unnu langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar þeir unnu Blackburn 2-1 á Anfield en leikmenn liðsins hafa fundið sér sitthvað til þess að létta andann þegar ekkert gekk inn á vellinum.

Eitt af því mátti sjá á Liverpool TV á dögunum þegar þeir Jamie Carragher og Fernando Torres fóru í mjög svo sérstaka vítakeppni.

Þeir fengu hvor um sig að taka fimm víti en þurftu að hafa bundið fyrir augun. Þeir sem vilja sjá hvor hafi haft betur ættu að smella hér en það er vel þess virði sjá þessa óvenjulegu en skemmtilegu vítakeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×