Fjögur sambönd fengu milljón í styrk frá Afrekskvennasjóðnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2010 17:41 Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður til þess að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Það var úthlutað úr sjóðnum í sjötta sinn í dag. Stjórn sjóðsins skipa þær Svafa Grönfeldt, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þórdís Gísladóttir. Umsóknir um styrk voru 63 talsins en stjórn sjóðsins valdi að þessu sinni að styrkja eftirtalda landsliðshópa um eina milljón hvern.Skíðasamband Íslands vegna landsliðs kvenna á skíðum og þátttöku þeirra á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Garmisch í Þýskalandi í febrúar n.k. Einhverjar úr hópnum eiga þess jafnframt kost að tryggja sér þátttökurétt á Heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Sviss í febrúar. Auk Heimsmeistaramótanna eru fjölmörg alþjóðleg mót á dagskránni í vetur. Mikill metnaður er í hópnum sem æfir stíft og er þegar farinn að horfa til Ólympíuleikanna í Sochi 2014.Frjálsíþróttasamband Íslands fær styrk vegna landsliðsverkefna kvenna á komandi ári. Íslenskar frjálsíþróttakonur hafa náð mjög frambærilegum árangri á undanförnum árum. Skemmst er að minnast HM19 ára og yngri sem fram fór í síðast liðið sumar. Á mótið náðu þrír einstaklingar lágmörkum, allt konur. Komust þær allar í úrslit í sinni grein. Á næsta ári eru fjölmörg alþjóðleg verkefni sem afrekskonurnar keppast við að tryggja sér þátttöku á. Má þar nefna Evrópumeistaramót innnanhúss í París, Evrópubikarkeppni í fjölþrautum og HM í Kóreu auk Evrópu- heims- og Norðurlandamóta 17, 19 og 22 ára.Fimleikasamband Ísland fær styrk vegna þátttöku kvenna og stúlkna á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fór í Malmö 19. - 24. október s.l. Mótið var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta skipti var keppt í tveimur aldurshópum og í fyrsta skipti var um keppni landsliða að ræða. Ísland sendi unglingalandslið sitt til keppni í ungmenna flokki. Í fullorðinsflokki voru tvö lið sem kepptu fyrir Íslands hönd. Skemmst er frá því að segja að liðin stóðu sig frábærlega. Ungmennaliðið náði þriðja sæti og fullorðinsliðin urðu í fyrsta og áttunda sæti. Mikill metnaður var lagður í þessa fyrstu landsliðsferð í hópfimleikum, greinin hefur verið í mikilli sókn hér á landi. Þessi glæsilegi árangur mun vonandi enn frekar ýta undir framgang greinarinnar.Handknattleikssamband Íslands fær styrk vegna þátttöku kvennalandsliðsins í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna sem fram fer í Noregi og Danmörku nú í desember. Liðinu tókst að tryggja sér þátttöku á mótinu með því að hafa betur gegn Austurríki í riðlakeppnini sem fram fór sl. vetur/vor. Í riðlinum voru einnig Frakkland og Bretland. Liðið vann leikina við Bretland en tapaði fyrir Frakklandi. Er þetta í fyrsta sinn sem handknattleikslandsliði kvenna tekst að tryggja sér keppnisrétt í úrslitum stórmóts. Í lokakeppninni leika 16 lið og er Ísland í riðli með Rússlandi, Króatíu og Svartfjallalandi. Nú er lokaundirbúningur liðsins framundan sem meðal annars felur í sér æfingaferð til Noregs nú í lok nóvember þar sem liðið leikur við lið Danmerkur, Noregs og Serbíu. Síðan verður farið til Danmerkur og leikinn einn æfingaleikur við Spán áður en mótið hefst svo 7. desember. Innlendar Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira
Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður til þess að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Það var úthlutað úr sjóðnum í sjötta sinn í dag. Stjórn sjóðsins skipa þær Svafa Grönfeldt, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þórdís Gísladóttir. Umsóknir um styrk voru 63 talsins en stjórn sjóðsins valdi að þessu sinni að styrkja eftirtalda landsliðshópa um eina milljón hvern.Skíðasamband Íslands vegna landsliðs kvenna á skíðum og þátttöku þeirra á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Garmisch í Þýskalandi í febrúar n.k. Einhverjar úr hópnum eiga þess jafnframt kost að tryggja sér þátttökurétt á Heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Sviss í febrúar. Auk Heimsmeistaramótanna eru fjölmörg alþjóðleg mót á dagskránni í vetur. Mikill metnaður er í hópnum sem æfir stíft og er þegar farinn að horfa til Ólympíuleikanna í Sochi 2014.Frjálsíþróttasamband Íslands fær styrk vegna landsliðsverkefna kvenna á komandi ári. Íslenskar frjálsíþróttakonur hafa náð mjög frambærilegum árangri á undanförnum árum. Skemmst er að minnast HM19 ára og yngri sem fram fór í síðast liðið sumar. Á mótið náðu þrír einstaklingar lágmörkum, allt konur. Komust þær allar í úrslit í sinni grein. Á næsta ári eru fjölmörg alþjóðleg verkefni sem afrekskonurnar keppast við að tryggja sér þátttöku á. Má þar nefna Evrópumeistaramót innnanhúss í París, Evrópubikarkeppni í fjölþrautum og HM í Kóreu auk Evrópu- heims- og Norðurlandamóta 17, 19 og 22 ára.Fimleikasamband Ísland fær styrk vegna þátttöku kvenna og stúlkna á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fór í Malmö 19. - 24. október s.l. Mótið var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta skipti var keppt í tveimur aldurshópum og í fyrsta skipti var um keppni landsliða að ræða. Ísland sendi unglingalandslið sitt til keppni í ungmenna flokki. Í fullorðinsflokki voru tvö lið sem kepptu fyrir Íslands hönd. Skemmst er frá því að segja að liðin stóðu sig frábærlega. Ungmennaliðið náði þriðja sæti og fullorðinsliðin urðu í fyrsta og áttunda sæti. Mikill metnaður var lagður í þessa fyrstu landsliðsferð í hópfimleikum, greinin hefur verið í mikilli sókn hér á landi. Þessi glæsilegi árangur mun vonandi enn frekar ýta undir framgang greinarinnar.Handknattleikssamband Íslands fær styrk vegna þátttöku kvennalandsliðsins í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna sem fram fer í Noregi og Danmörku nú í desember. Liðinu tókst að tryggja sér þátttöku á mótinu með því að hafa betur gegn Austurríki í riðlakeppnini sem fram fór sl. vetur/vor. Í riðlinum voru einnig Frakkland og Bretland. Liðið vann leikina við Bretland en tapaði fyrir Frakklandi. Er þetta í fyrsta sinn sem handknattleikslandsliði kvenna tekst að tryggja sér keppnisrétt í úrslitum stórmóts. Í lokakeppninni leika 16 lið og er Ísland í riðli með Rússlandi, Króatíu og Svartfjallalandi. Nú er lokaundirbúningur liðsins framundan sem meðal annars felur í sér æfingaferð til Noregs nú í lok nóvember þar sem liðið leikur við lið Danmerkur, Noregs og Serbíu. Síðan verður farið til Danmerkur og leikinn einn æfingaleikur við Spán áður en mótið hefst svo 7. desember.
Innlendar Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn